Sirrý ÍS 36 að veiðum

2919. Sirrý ÍS 36 ex Stamsund N-11-VV. Ljósmynd Þór Jónsson 2019. Skuttogarinn Sirrý ÍS 36 frá Bolungarvík er hér að veiðum sunnan við land en myndina tók Þór Jónsson skipverji á Ljósafelli SU 70. Sirrý ÍS 36, sem áður hét Stamsund N-11-VV, var keypt frá Noregi og kom inn í flotann í janúar árið 2016. … Halda áfram að lesa Sirrý ÍS 36 að veiðum

Ilivileq GR-02-201 kom úr sinni fyrstu veiðiferð í gær

Ilivileq GR-02-201 ex Guðmundur í Nesi RE 13. Ljósmynd Óskar Franz 2019. Grænlenski frystitogarinn Ilivileq GR 02-201 frá Qaqqrtoq kom úr sinni fyrstu veiðiferð fyrir nýja eigendur síðdegis í gær. Eins og glöggir menn kannski sjá og vita er þetta fyrrum Guðmundur í Nesi RE 13 sem nú er í eigu grænlenska fyrirtækisins Arctic Prime … Halda áfram að lesa Ilivileq GR-02-201 kom úr sinni fyrstu veiðiferð í gær

Páll Jónsson GK 7 í smíðum í Alkorskipasmíðastöðinni

Nýr Páll Jónsson GK í smíðum í Póllandi. Ljósmynd Kjartan Viðarsson 2019. Nýr Páll Jónsson GK 7 er óðum að taka á sig endanlega mynd í Alkorskipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi. Stefn er að því að þetta glæsilega 45 metra langa og 10,5 metra breiða línu­skip fari á flot á morgun. Kjartan Viðarsson útgerðarstjóri Vísis … Halda áfram að lesa Páll Jónsson GK 7 í smíðum í Alkorskipasmíðastöðinni

Kaldbakur og Björgúlfur að veiðum

2891. Kaldbakur EA 1 - 2892. Björgúlfur EA 312. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019. Á þessari mynd Gunda eru skuttogararnir Kaldbakur EA 1 og Björgúlfur EA 312 að veiðum. Myndin var tekin í fyrrdag um borð í þriðja Samherjatogaranum af þessari gerð sem er Björg EA 7. Með því að smella á myndina er hægt … Halda áfram að lesa Kaldbakur og Björgúlfur að veiðum