Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 seld til Máritaníu

1664. Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 ex Marberg GK 717. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Togbáturinn Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 lét úr höfn í Reykjavík í gær áleiðis til Máritaníu en þangað hefur báturinn verið seldur.

Magnús Jónsson tók þessa mynd þegar báturinn lét úr höfn.

Báturinn hét upphaflega Emma VE 219, smíðuð í Póllandi fyrir samnefnt fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Nánar tiltekið hjá Tczew Yard í Tczew í Póllandi árið 1988.

Emma var 82 brl. að stærð búin 715 hestafla Caterpillar aðalvél.

Árið 1999 var Emma lengd í Póllandi og mældist þá 114 brl. að stærð. Skipt var um aðavél um leið og er sú sem sett var niður var 760 hestafla Caterpillar.

Árið 2000 keypti Bergur-Huginn hf. Emmuna og fékk hún nafnið Háey VE 244. Háey var seld Dala-Rafni hf. árið 2004 og fékk hún nafnið Dala-Rafn VE 508. 

Stígandi ehf. keypti Dala-Rafn VE árið 2008 og fékk hann nafnið Stígandi VE 77. 

Árið 2013 keypti Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum Stíganda ehf. en í ársbyrjun 2016 var Stígandi VE 77 seldur til Suðurnesja. Kaupandinn, Marbrá ehf, nefndi bátinn Marberg GK 717 með heimahöfn í Sandgerði.

Ekkert varð af útgerð Marbergsins og vorið 2016 keypti Tjaldtangi ehf. á Ísafirði bátinn sem við það fékk nafnið Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s