Hlöddi VE 98

2782. Hlöddi VE 98 ex Auðun ÞH 323. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir af handfærabátnum Hlödda VE 98 í vikunni.

Hlöddi VE 98, sem er í eigu Búhamars ehf., var smíðaður árið 2009 hjá bátasmiðjunni Trefjum hf. í Hafnarfirði. Hann hét upphaflega Særún SH 86 og var í eigu Fossdals ehf. og heimahöfnin var Rif.

Báturinn er af gerðinni Cleopatra 31 og mælist 8,5 BT að stærð.

2782. Hlöddi VE 98 og 6776. þrasi VE 20 undir krananum. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Sumarið 2010 kaupir Sæli ehf. í Hafnarfirði Særúnu SH 86 og nefnir bátinn Bót HF 81. Þessu nafni gegnir hann til haustsins 2013 þegar Bylur útgerðarfélag ehf. kaupir hann til Siglufjarðar og nenfir Kalda SI 23.

Um ári síðar fær hann nafnið Auðun ÞH 323 þegar BÁV útgerð ehf. kaupir hann og heimahöfnin Raufarhöfn.

Í apríl 2016 fær hann svo það nafn sem hann ber í dag, Hlöddi VE 98.

2782. Hlöddi VE 98 ex Auðun ÞH 323. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s