Eldhamar GK 13

297. Eldhamar GK 13 ex Surtsey VE 123. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Vélbáturinn Eldhamar kemur hér til hafnar í Grindvík um árið en þetta nafn bar báturinn árin 1997 og 1998.

Eldhamar GK 13, hét upphaflega Magnús Marteinsson NK 85 var smíðaður 1956 fyrir Svein Magnússon útgerðarmann hjá Frederikssund Skipsværft A/S í Frederikssund í Danmörku árið 1956.

í Austurlandi 29. júní 1956 sagð svo frá:

Enn einn nýr bátur bættist norðfirzka flotanum á sunnudagskvöldið. Þá kom hingað nýbyggður frá Frederiksund í Danmörku v. b. Magnús Marteinsson N. K. 85.

Magnús Marteinsson er um 64 smálestir að stærð með 240—265 hestafla Alpha-dísilvél. Ganghraði í reynsluför var 10 mílur. Báturinn er búinn öllum þeim siglingar-og öryggistækjum sem nú tíðkast í fiskibátum. Hann er vandaður að sjá og traustbyggður.

Eigandi bátsins er Sveinn Magnússon. Skipstjóri verður Víðir sonur Sveins og sigldi hann bátnum heim. Magnús Marteinsson verður á síldveiðum í sumar og er þegar farinn norður.

Þetta er fjórði nýbyggði fiskibáturinn, sem flota okkar bætist á sex mánuðum.

Austurland óskar eiganda og áhöfn til  hamingju með bátinn.

Magnús Marteinsson NK 85 átti eftir að heita Ásgeir Torfason ÍS 96, Sjöfn ÞH 142, Sjöfn II ÞH 264, Sjöfn II NS 123, Surtsey VE 123, Eldhamar GK 13, Eldhamar II GK 139 og að lokum Gullfaxi GK 14.

Gullfaxi, sem var reyndar samkvæmt skrám GK 147 í restina, var tekinn af skipaskrá og rifinn í Grindavík árið 2008.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s