Kap II VE 7 kom til hafnar í Vestmannaeyjum í morgun

1062. Kap II VE 7 ex Kap II VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Netabáturinn Kap II VE 7 kom til hafnar í Vestmannaeyjum og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir þá.

Kap II VE 7 var smíðuð í Stálvík árið 1967 og hét upphaflega Óskar Magnússon AK 177.

Í Magna, blaði framsóknarmanna á Akranesi, sagði svo frá þann 6. apríl 1968:

1 febrúar í vetur bættist nýtt og glæsilegt skip í bátaflotann á Akranesi. Er það Óskar Magnússon Ak 177, sem smíðað var í Stálvík hf. í Garðahreppi á sl. ári, og hleypt þar af stokkunum 3. des. sl. Eigendur skipsins eru Þórður Óskarsson, sem jafnframt er skipstjóri á því og Björn J. Björnsson framkv.stjóri.

Óskar Magnússon fór í sinn fyrsta róður 20. febr. sl. og hefur síðan fengið eldskírnina í þeim veðraham, sem oft hefur verið ráðandi á þessari vertíð. Hefur skipið reynst í alla staði mjög vel, vandað og sterkt. Ganghraði þess er 11,5 milur. Það er 342 rúmlestir að stærð, með 660 hestafla aðalvél af Storkgerð.

Ennfremur er það búið 2 Gardner Ijósavélum 60 hestafla og 1 24 hestafla. Fyrir framan aðalvél er centralgír, sem dreifir afli frá aðalvél til þriggja Allweiler skrúfudæla einnig eru háþrýstidælur fyrir kraftblökk, fiskidælu og þverskrúfu.

Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar í Reykjavík smíðaði þilfarsvinduna og er togkraftur hennar allt að 20 tonn. Akkerisvinda, bómuvinda og línuvinda eru af Norvinsk gerð. Skipið er að sjálfsögðu búið öllum nýjustu og fullkomnustu siglingar- og fiskleitartækjum. Allar íbúðir eru aftur í. Hvert herbergi er fyrir einn og tvo sjómenn einkar vistleg og þægileg.

Ágúst Sigurðsson hjá Stálvík hf. gerði teikningar að skipinu. Þegar það hafði verið sjósett 3. des. var það dregið til Beykjavíkur, þar sem frágangi skipsins og niðursetningu vélar var lokið.

Magni óskar eigendum og skipshöfn til hamingju með þetta glæsilega skip og væntir þess að það megi draga mikla björg í bú úr djúpum hafsins og verða þannig atvinnulífi bæjarins veruleg lyftistöng.

Og eins og sjá má af þessum myndum er skipið enn að draga björg í bú fyrir þjóðarbúið..

1062. Kap II VE 7 ex KAp II VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Í byrjun ágústmánaðar 1976 bættist Kap II VE 4 í Eyjaflotann þegar Bessi s/f festi kaup á Óskari Magnússyni AK 177 en nýr Óskar Magnússon var í smíðum á Akureyri.

1062. Kap II VE 7 ex Kap II VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Það var í apríl 1987 að eigendaskipti urðu loðnuskipinu Kap II VE 4 þegar Einar Ólafsson skipstjóiri og Ágúst Guðmundsson vélstjóri seldu Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum hf. skipið sem í dag er í eigu Vinnlsustöðvarinnar hf. en Fiskimjölsverksmiðjan rann inn í það fyrirtæki ef ég veit rétt.

1062. Kap II VE 7 ex Kap II VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Kap II VE 7 er í dag mælt 408 brl. að stærð en skipið hefur verið lengt í tvígang og yfirbyggt ásamt fleiri breytingum í gegnum tíðina.

Í skipinu er ríflega 1000 hestafla Bergen-Diesel aðaðvél frá árinu 1981.

Kap II VE 7 leggst að bryggju í Vestmannaeyjum í morgun. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Kap II VE 7 er 50.7 metra löng og 7.20 metra breið og mælist eins og fyrr segir 408 brl. að stærð. Brúttótonnatalan er 575.

1062. Kap II VE 7 kemur til hafnar í VEstmannaeyjum í morgun. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s