
Það hefur áður birst á síðunni mynd úr þessari syrpu af Stapavík SI 5 sem ég tók, rétt fyrir 1990, þegar við á Geira Péturs ÞH 344 mættum henni er við vorum á útleið frá Siglufirði.
Stapavík SI 5 var í eigu Þormóðs Ramma hf. þegar þarna var komið við sögu.
Upphaflega hét skipið Milly Ekkenga SG 1 og var í eigu þýskrar útgerðar. Hún fékk nafnið Dagný SI 70 þegar Togskip hf. á Siglufirði togarann til landsins árið 1970.
Dagný var 385 brl. og smíðuð í De Dageraadskipasmíðastöðinni í Woubrugge í Hollandi 1966.
Dagný var seld til Hafnarfjarðar árið 1980 þar sem hún bar nöfnin Ársæll Sigurðsson HF 12 og Þorleifur Jónsson HF 12 áður en hún var aftur seld til Siglufjarðar. Hún fékk Stapavíkurnafnið í ársbyrjun 1987.
Stapavík SI 5 var seld úr landi 1992 en togaranum hafði verið lagt í ársbyrjun 1990.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Á einhver mynd af Dagný SI 70 áður en skutrennan var sett á hana?
Líkar viðLíkar við