Lýtingur NS 250

972. Lýtingur NS 250 ex Stjörnutindur SU 159. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1989.

Þessar myndir af Lýtingi NS 250 frá Vopnafirði voru teknar vorið 1989 en þá vorum við á Geira Péturs ÞH 344 samskipa honum áleiðis til Íslands eftir söluferð til Hull.

Sigurgeir Pétursson frændi minn var með Lýting og má sjá honum bregða fyrir í brúnni.

Tangi h/f á Vopnafirði keypti bátinn frá Djúpavogi í ársbyrjun 1988 en þar hét hann Stjörnutindur SU 159. Tangi setti gamla Lýting upp í kaupin en hann hét upphaflega Gissur ÁR 6 hér á landi og var 138 brl. að stærð.

Lýtingur NS 250 var 214 lesta bátur byggður í A-Þýskalandi árið 1965 en yfirbyggður og mikið endurbættur árið 1982. Hann hét upphaflega Þorsteinn RE 303 en heitir í dag Kristín GK 457 og er í eigu Vísis h/f í Grindavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s