
Þessar myndir af Lýtingi NS 250 frá Vopnafirði voru teknar vorið 1989 en þá vorum við á Geira Péturs ÞH 344 samskipa honum áleiðis til Íslands eftir söluferð til Hull.
Sigurgeir Pétursson frændi minn var með Lýting og má sjá honum bregða fyrir í brúnni.
Tangi h/f á Vopnafirði keypti bátinn frá Djúpavogi í ársbyrjun 1988 en þar hét hann Stjörnutindur SU 159. Tangi setti gamla Lýting upp í kaupin en hann hét upphaflega Gissur ÁR 6 hér á landi og var 138 brl. að stærð.
Lýtingur NS 250 var 214 lesta bátur byggður í A-Þýskalandi árið 1965 en yfirbyggður og mikið endurbættur árið 1982. Hann hét upphaflega Þorsteinn RE 303 en heitir í dag Kristín GK 457 og er í eigu Vísis h/f í Grindavík.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution