
Togskipið Pálína Þórunn GK 49 kom til hafnar í Grindavík síðdegis í dag og landaði en kallarnir voru með nánast fullfermi..
Jón Steinar tók þessar myndir en aflinn var um 175 kör eftir sólarhring á veiðum. Aflinn fékkst vestur af Surtinum. Pálína Þórunn GK 49 , sem er gerð út af Nesfiski hf. í Garði, hélt út strax aftur að lokinni löndun.
Pálína Þórunn GK 49 hét upphaflega Helga RE 49 en Skinney-Þinganes keypti hana árið 2005 og gaf nafnið Steinunn SF 10.
Hún var smíðuð í Kína árið 2001 og er um 29 metrar að lengd. Nesfiskur hf. keypti hana í fyrra og gaf henni þetta nafn sem hún ber í dag. Heimahöfn hennar er Sandgerði og skipstjóri Snorri Snorrason.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution