Skálavík ÁR 185

1126. Skálavík ÁR 185 ex Skálavík ÞH 178. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982.

Skálavík ÁR 185 , sem hér sést koma að bryggju í Þorlákshöfn á vetrarvertíðinni 1982, var gerð út af Ragnari Jónssyni á Eyrarbakka.

Skálavík var smíðuð árið 1970 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. fyrir Þjóðrek hf. Djúpavogi en 1973 var hún seld til Þórshafnar. Kaupandinn var Skálavík h/f sem hélt sama nafni á bátnum sem varð ÞH 178.

Upphaflega var báturinn 48 brl. að stærð en endirmældur árið 1973 og mældist þá 45 brl. að stærð. Í bátnum var 230 hestafla Scania aðalvél en henni var skipt út árið 1979 fyrir 275 hestafla Scania. Þá átti Ragnar Jónsson orðið bátinn en hann keypti hann til Eyrarbakka árið 1976.

Árið 1987 fékk báturinn fyrst annað nafn en Skálavík en saga hans eftir það verður sögð síðar. Báturinn heitir Harpa HU 4 í dag og er gerð út frá Hvammstanga.

1126. Skálavík ÁR 185 ex Skálavík ÞH 178. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s