
Hér birtast myndir af Hafnarbergi RE 404 sem voru teknar annarsvegar í Grindavík árið 2005 og Sandgerði 2004.
Hafnarberg RE 404, sem var smíðað í Póllandi 1988 og hét upphaflega Skálavík SH 208, var keypt til Reykjavíkur frá Þorlákshöfn haustið 2000. Þar hét hann Sæfari ÁR 117, báturinn er 70 brl. að stærð.
Hafnarberg RE 404 fékk nafnið Ósk KE 5 eftir að hafa verið selt til Keflavíkur árið 2007. Fjórum árum síðar fékk báturinn núverandi nafn, Maggý VE 108. Skipt hefur verið um brú á bátnum.
Það var í annað skipti sem Vestmannaeyjar varð heimhöfn bátsins því 1989 fékk báturinn nafnið Sigurbára VE 249. Um ári síðar var báturinn seldur til Þorlákshafnar þar sem hann fékk nafnið Sæfari ÁR 117.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution