
Greipur SH 7 hét upphaflega Manni KE 99 og var smíðaður í Eskernförde í Vestur-Þýskalandi árið 1960.
Manni KE 99, sem var 72 brl. að stærð og búinn 400 hestafla MWM aðalvél, var smíðaður fyrir Keflavík h/f í Keflavík.
Báturinn var endurmældur árið 1977 og mældist eftir það 71 brl. að stærð. Þremárum áður var skipt um aðalvél, 510 hestafla Cummins kom í stað MWM.
Greipur h/f í Ólafsvík keypti Manna KE 99 árið 1979 og hann nefndur Greipur SH 7, hann var endurmældur eftir breytingar og mældist 74 brl. að stærð.
Örlög Greips SH 7 urðu þau að 15. ágúst 1990 valt hann á hliðina þegar verið var að taka hann upp í slipp í Reykjavík. Við það skemmdist báturinn svo að hann var ekki talinn viðgerðarhæfur. Tekinn af skipaskrá síðar það sama ár.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution