
Aðalbjörg II RE 236 kemur að bryggju í Reykjavíkurhöfn á níunda áratug síðustu aldar. Einhverra hluta vegna á ég ekki margar brúklegar myndir af þessum bát undir þessu nafni en upphaflega hét hann Vöttur SU 3.
Báturinn var smíðaður í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri árið 1975. mældist 29 brl. að stærð og var búinn 300 hestafla Vovo Penta aðalvél. Hann hét eins og áður segir Vöttur SU 3 en snemma árs 1978 var hann seldur til Dalvíkur þar sem hann fékk nafnið Vinur EA 80.
Aðalbjörg s/f í Reykjavík kaupir bátinn árið 1986 og nefnir Aðalbjörgu II RE 236. Hann átti síðar eftir að heita Gulltoppur ÁR 321, Haförn ÞH 26, Ási ÞH 3 og núverandi nafn Áskell Egilsson fékk hann árið 2017.
Áskell Egilsson er gerður út til hvalaskoðunar frá Akureyri en þess má geta að árið 1987 var upphaflega aðalvélin leyst af hólmi með nýrri 300 hestafla Volvo Penta.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Sæll Hafþór.Þetta er skemtileg mynd því á þessari mynd eru mörg skip sem horfin eru úr okkar flota.
Líkar viðLíkar við
Já Orri það er satt hjá þér
Líkar viðLíkar við