Gyllir ÍS 261

1640. Gyllir ÍS 261 ex Valur SU 68. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Línubáturinn Gyllir ÍS 261 liggur hér við bryggju í Þorlákshöfn fyrir margt löngu en upphaflega hét hann Patrekur BA 64.

Patrekur BA 64 var afhentur frá Skipavík h/f í Stykkishólmi í nóvembermánuði 1982 og í 1. tbl. Ægis 1983 sagði m.a svo frá:

4. nóvember sl. afhenti Skipavík h.f í Stykkishólmi nýtt 172 rúmlesta tveggja þilfara stálfiskiskip, sem er nýsmíði nr. 21 hjá stöðinni og hlaut skipið nafnið Patrekur BA 64.

Smíði skipsins var með nokkuð sérstökum hæetti, en skrokkur skipsins var smíðaður í Svíþjóð hjá Marstrandverken í Marstrand eftir teikningu frá Fartygskonstruktioner AB í Uddevalla.

Skrokkinn keypti síðan núverandi eigandi skipsins og kom hann til landsins frá Noregi í september 1980. Skrokkurinn var síðan lengdur um 6.0 m og lokið við smíðina hjá Skipavík h.f.

Skipið er búið til línu-, neta- og togveiða, varpa tekin inn á tromlu, og má nefna að í skipinu eru möguleikar á frystingu.

Patrekur BA er í eigu samnefnds hlutafélags á Patreksfirði. Skipstjóri er Magnús Jónsson og 1. velstjóri Gunnar Héðinsson. Framkvœmdastjóri utgerðar er Jón Magnússon.

Patrekur BA 64 var 172 brl. að stærð, búinn 750 hestafla Crepelle aðalvél. Hann var seldur til Stöðvarfjarðar haustið 1991 þar sem hann fékk nafnið Valur SU 68.

Vorið 1991 fær hann nafnið sem hann ber á myndinni, Gyllir ÍS 261, en þá hafði hann verið keyptur til Flateyrar. Árið 2000 fær hann nafnið Hraunsvík GK 90 sem reyndist hans síðasta nafn á Íslenskri skipaskrá því árið 2003 var hann seldur til Suður-Afríku.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s