Sigurður Jónsson SU 150 við bryggju á Breiðdalsvík

182. Sigurður Jónsson SU 150. Ljósmynd Sigurður Þorleifsson frá Karlsstöðum í Berufirði.

Hér kemur mynd sem Sigurður Þorleifsson frá Karlsstöðum í Berufirði tók á síldarárunum af Sigurði Jónssyni SU 150 velhlöðnum við bryggju á Breiðdalsvík.

Sigurður Jónsson SU 150 var smíðaður í Noregi 1963 og kom til heimahafnar í nóvember það ár.

Þann 13 nóvember sagði svo frá komu hans í Þjóðviljanum:

Nýtt skip kom hingað í gærmorgun og er eign Hraðfrystihúss Breiðdælinga. Það hlaut nafnið Sigurður Jónsson SU 150 og var smíðað í Haugasundi í Noregi. Skipið er 193 tonn að stærð og hefur 600 ha Listervél og er útbúið nýtízku siglingartækjum.

Svanur Sigurðsson verður skipstjóri og sigldi hann skipinu heim. Fyrsti vélstjóri verður Garðar Þorgrímsson. Allir eru skipverjar frá Breiðdalsvík.

Hér var nokkurskonar fagnaðarhátíð í þorpinu og hýrgun höfð um hönd af tilefni skipskomunnar. Er þetta fyrsti vísir að flota okkar.

Sigurður Jónsson SU fer á veiðar annað kvöld og fer á línumiðin út af Berufirði og ætlar að sigla með aflann til Bretlands. Svona byrjum við strax að efla utanríkisviðskipti þjóðarinnar.

Sigurður Jónsson SU 150 heitir í dag Vestri BA 63, félagi Haukur Sigtryggur sendi mér eftirfarandi miða:

0182…. Vestri BA 63. TF-VR. IMO-nr. 6400525. Smíðanúmer 3. Skipasmíðastöð: Karmsund Verft og Mek verksted A/S Avaldsnes. Norge. 1963. Lengd: 28,77. Breidd: 6,74. Dýpt: 3,23. Brúttó: 193. Yfirbyggt. 1988. Endurbyggt 1999. Endurbyggt 2005-2006. Mótor 1963 Lister 600 hö. Ný vél 1980 Mirrlees Blackstone 515 kw. 700 hö. Ný vél 2006 Stork Wartsila 730 kw. 993 hö. Nöfnin sem hann hefur borið: Sigurður Jónsson SU 150. – Sædís ÁR 220. – Steinanes BA 399. – Ólafur Ingi KE 34. – Grettir SH 104. – Vestri BA 63. Vestri BA 63. Útg: Vestri ehf. Patreksfirði. (2017).

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s