Key West í Grindavík

Key West við Miðgarðinn í Grindavíkurhöfn. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Flutningaskipið Key West kom til Grindavíkur fyrir helgi með iðnaðarlýsi fyrir Lýsi hf. en lýsið er geymt í tönkum þeim sem sem áður tilheyrðu Fiskimjöli & Lýsi hf sem eyðilagðist í bruna árið 2005.

Key West var smíðað árið 1992 og hét upphaflega Roland Essberger. Það er skráð á Gíbraltar.

Skipið er 90 metrar að lengd og 14,4 metrar á breidd og mælist 2634 GT að stærð.

Key West. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar segir í færslu sinni á Bátar & bryggjurölt að skipið hafi losað farminn við Svíragarðinn og þegar að losun lauk var það orðið innlyksa í höfninni vegna veðurs.


„Sem dæmi um hve aðstæður hafa breyst til hins betra í höfninni við endurnýjun Miðgarðs og dýpkunar við hann, að þá var núna hægt að færa skipið frá Svíragarði og alveg austast á Miðgarð þar sem að stærstu línubátarnir gátu ekki legið áður, en færa þurfti skipið vegna þess að von er á frystitogurum Þorbjarnar í land núna eftir helgina“. Segir Jón Steinar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s