Breki VE 61 fiskaði 1200 tonn í mars

2861. Breki VE 61. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Togarinn Breki VE fiskaði 1.200 tonn í nýliðnum marsmánuði og á heimasíðu VSV segir að þetta sé metafli skipsins í einum mánuði og umfram björtustu vonir og væntingar.

2861. Breki VE 61. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

„Skemmst er frá að segja að gangurinn á Breka er alveg frábærlega góður,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfisksviðs Vinnslustöðvarinnar.

„Skipið hefur reynst afar vel. Því er haldið stöðugt til veiða og það litla sem upp á hefur komið tæknilega leystu vélstjórarnir sjálfir í samstarfi við okkar fólk í landi. Alltaf má reikna með einhverjum töfum eða vandamálum á fyrstu misserum útgerðar nýrra skipa en hér er því ekki til að dreifa. Svo hefur auðvitað sitt að segja að á Breka er úrvals mannskapur.

Aflinn í mars var blandaður: ýsa, karfi, ufsi og þorskur. Fínn fiskur en fyrst og fremst afbragðsgóð aflasamsetning.“ Segir Sverrir sem fór með fór að sjálfsögðu um borð í Breka með dýrindis súkkulaðiköku og fleira gott með kaffinu fyrir áhöfnina. Myndir frá því má sjá hér.

2861. Breki ve 61. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s