Þorsteinn SH 145 verður Benni ST 5

2820. Þorsteinn SH 145 ex Kristján HF 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Fréttavefur Bæjarins besta á Ísfirði, bb.is, greinir frá því í dag að nýr bátur hafi komið til Drangsness fyrir nokkru.

Um er að ræða Þorstein SH 145 sem áður hét Kristján HF 100 og vék fyrir nýjum og stærri Kristjáni HF 100 sl. sumar. Nesver ehf. á Snæfellsnesi keypti hann og gaf honum nafnið Þorsteinn SH 145.

En nú hefur báturinn s.s. verið keyptur til Drangsness og fengið nafnið Benni ST 5, nefndur eftir Benjamín frá Eyjum, en Eyjar eru jörð fyrir norðan Drangsnes.

Það var Útgerðarfélagið Skúli ehf á Drangsnesi sem keypti bátinn  en félagið á fyrir annan bát sambærilegan sem Skúli ST 75 heitir.  Ætlunin er að gera báða bátana út á grásleppu og línu en þeir eru af gerðinni Cleopatra 38 frá Trefjum í Hafnarfirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s