Trausti ÁR 80

133. Trausti ÁR 80 ex Álaborg ÁR 26. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Trausti ÁR 80 kemur hér að landi í Þorlákshöfn um árið en hann var einn A-Þýsku stálbátanna sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga.

Trausti ÁR 80 var smíðaður 1961 fyrir Hraðfrystihús Stöðfirðinga. Hann mældist í upphafi 101 brl. en var endurmældur síðar og mældist við það 93 brl. að stærð.

Kambaröst SU 200 var það nafn sem Stöðfirðingar völdu bátnum sem þeir gerðu út þangað til  að hann var seldur í lok nóvember 1965. Kaupandinn var Norðurvör hf. í Þorlákshöfn og nefndu þeir bátinn Bjarna Jónsson ÁR 28.

Í árslok 1967 kaupir Eyri hf. í Sandgerði bátinn sem verður við það Álaborg GK 175. Í lok mars 1971 kaupir Fiskiver hf. á Eyrarbakka bátinn sem fær ÁR 25 á kinnunginn.

Upphaflega var 400 hestafla MWM aðalvél í bátnum en árið 1981 var sett í hennar stað 520 hestafla Caterpillar. Ný Álaborg ÁR 25 leysti þessa af hólmi í ársbyrjun 1997 og fékk sú gamla þá ÁR 26 og síðar nafnið Trausti ÁR 80.

Eigandinn var Spillir ehf. í Reykjavík sem síðar skráði bátinn fyrir vestan, þar varð hann Trausti ÍS 111 og heimahöfnin Súðavík. Uppl. eru úr Íslensk skip ásamt því sem fannst í kolli síðuritara.

133. Trausti áR 80 ex Álaborg ÁR 26. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Trausti ÍS 111 var seldur til Danmerkur árið 2008 og rifinn þar í brotajárn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

5 athugasemdir á “Trausti ÁR 80

      1. Sæll Hafþór.Það var flott mynd af hinni Kambaröstini hjá Snorrason sem var tekin af henni fullri af síd við þórshamarsbryggjuna hér á setðisfirði það væri gaman að láta hana fylgja með.Kkv Orri

        Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s