Jónas Hjörleifsson VE 10

560. Jónas Hjörleifsson VE 10 ex Sílavík SF 134. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Jónas Hjörleifsson VE 10 var í eigu Harðar Ársæls Ólafssonar í Vestmannaeyjum og síðar Vorboðans hf. þar í bæ.

Báturinn sem upphaflega hét Helgi ÍS 97, var smíðaður í Hafnarfirði 1962 úr eik og furu. Hann var 8 brl. að stærð og búinn 68 hestafla Bolinder aðalvél. Heimahöfn hans var Flateyri. Eigendur bátsins voru Haraldur Olgeirsson, Eggert Jónsson og Olav Oyahals.

560. Helgi SH 144 ex Helgi ÍS 97. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Báturinn var seldur í september 1970 Hannesi Oddsyni í Hnífsdal og Sveini Garðarssyni og Einari Jónssyni á Flateyri. Í maí kaupir Ólafur Helgi Gestsson í Ólafsví bátinn sem heitir þá helgi SH 144.

Seldur Ásbirni Magnússyni í Kópavogi í janúar 1976. Í apríl 1977 kaupir Þormar V. Kristjánsson í Reykjavík bátinn en selur hann aftur í maí 1978. Þá kaupa Hjálmar Haraldsson og Sæþór Þórðarson í Grindavík hann og enn heldur hann nafni og númeri.

Í maí 1980 kaupir Skúli Kristjánsson í Skálmarnesmúla Austur-Barðarstrandarsýslu bátinn og þar er hann skráður 1988. 

                                                                                       Heimild íslensk skip.

560. Sílavík SF 134 ex Helgi SH 144. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

1999 kaupir Melavík ehf. á Höfn í Hornafirði bátinn og nefnir Sílavík SF 134. Árið 2001 kaupir Hörður Ársæll Ólafsson bátinn og nefnir Jónas Hjörleifsson VE 10. Í janúar 2001 fær hann nafnið Sleipnir KE 112 og er í eigu Hellunefs ehf. og heimahöfnin Keflavík.

Sleipnir KE 112 var kominn í núllflokk hjá Fiskistofu árið 2005. Hann var brenndur á Þrettándabrennu í Njarðvík.

560. Jónas Hjörleifsson VE 10 ex Sílavík SF 134. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s