Indriði Kristins að draga línuna

2947. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2019.

Á þessum myndum Guðmundar St. Valdimarssonar frá því í gær er Indriði Kristins BA 751 að draga línuna NV. af Látrabjargi.

Þann 16. nóvember 2018 skrifaði ég eftirfarandi inn á gömlu síðuna:

Útgerðarfélagið Þórsberg ehf á Tálknafirði fékk á dögunum afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 46B beitningavélarbáta frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Nýi báturinn heitir Indriði Kristins BA 751. Báturinn er 14metrar á lengd og mælist 30brúttótonn.  Báturinn leysir af hólmi eldri Cleopatra bát með sama nafni.

Skipstjórar á bátnum eru Indriði og Magnús Guðjónssynir. Framkvæmdastjóri Þórsbergs er Guðjón Indriðason.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V222TI 880hö (22L) tengd frístandandi ZF 665 V-gír. Rafstöð er af gerðinni Scam/FPT/Linz 84kW (60kVA) frá Ásafli. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi. Búnaður á dekki er frá Stálorku. Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf.

Löndunarkrani á er af gerðinni TMP frá Ásafli ehf.

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir allt að 72stk 460lítra kör í lest.  Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla fyrir 6manns.  Stór borðsalur.  Salerni/sturta.  Þvottavel og þurrkari.  Svefnpláss er fyrir sex í lúkar í 4 aðskyldum klefum.

Fullbúið eldhús er um borð með öllum nauðsynlegum búnaði.  S.s. eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél. Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

2947. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s