Skógey SF 53

974. Skógey SF 53 ex Gullberg NS 11. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Skógey SF 53 var einn af 18 bátum sem smíðaðir voru fyrir íslendinga í Boizenburg í A-Þýskalandi á árunum 1964-1967.

Á þessari mynd Hreiðars Olgeirssonar er hún á reknetum á síldarvertíðinni 1982- eða 3.

Skógey SF 53 var með smíðanúmer 410 hjá V.E.B. Elbe Werftskipasmíðastöðinni og var sá áttundi í röð íslensku bátanna.

Skógey SF 53 hét upphaflega Gullver NS 12 og var smíðuð fyrir Gullberg h/f á Seyðisfirði. Í upphafi árs 1972 var skipt um nafn á bátnum, fékk hann nafnið Gullberg NS 11.

Haukur Runólfsson h/f á Höfn í Hornafirði kaupir Gullverið síðla árs 1973 og fær báturinn þá nafnið Skógey SF 53 sem hann bar til ársins 1993. Í desember það ár keypti Njáll h/f í Garði bátinn og nefndi Berg Vigfús GK 53.

Sumarið 1995 kom upp eldur rafmagnstöflu bátsins og brann hún til kaldra kola.

Í Morgunblaðinu 8. júlí sagði m.a svo frá:

Að sögn Ingibergs Þorgeirssonar, hjá Njáli hf., kom eldurinn upp í rafmagnstöflu skipsins og brann hún til kaldra kola. Ekki urðu aðrar verulegar skemmdir af völdum eldsins.

Ingibergur segir að ekki hafi verið teknar ákvarðanir með framhaldið en væntanlega þurfi að skipta um allt rafmagn í skipinu þar sem hitt var gamalt og úr sér gengið og var á jafnstraumi en ekki riðstraumi eins og nú tíðkast. Það gæti þýtt kostnað upp á 7-10 milljónir. Bergur Vigfús var smíðaður árið 1965.

Svo fór að Bergur Vigfús var seldur úr landi eftir þetta og hafði báturinn þá þjónað íslendingum í 30 ár.

Báturinn var upphaflega mældur 267 brl. að stærð búinn 660 hestafla Lister aðalvél. Hann var endurmældur 1972 og mældist þá 207 brl. að stærð. Mesta lengd er 34,25 metrar og breiddin er 7.20.

Árið 1988 var byggt yfir Skógeyna en 1986 hafði verið skipt um aðalvél og sett samkonar vél og áður, 660 hestafla Mirrlees Blackstone.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s