Ásta VE 2

442. Ásta VE 2 ex Þórdís Guðmundsdóttir VE 141. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Ásta VE 2 hét upphaflega Frosti SH 181 og var smíðuð í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1962. Heimahöfn Frosta var Stykkishólmur.

Þaðan fór báturinn, sem var 12 brl. að stærð, til Grundarfjarðar árið 1969. Hann hélt nafni, einkennisstöfum og númeri. Árið 1976 er hann kominn út á Rif og sama sagan þar, báturinn hélt nafni sínu, einkennisstöfum og númeri.

Árið 1979 er báturinn skráður á Akureyri, sama nafn en hann varð EA 290. Næsta heimahöfn var Akranes, árið 1981 varð hann Frosti AK 181.

Það er svo 1984 sem báturinn er kominn til Vestmannaeyja og fær þar nafnið Þórdís Guðmundsdóttir VE 141.

1991 fær báturinn nafnið Ásta og verður VE 2 en þetta nafn bar hann til ársins 1994 er hann var afskráður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bergur landaði á Dalvík í gær

2677. Bergur VE 44 ex Brodd 1. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2020.

Skuttogarinn Bergur VE 44 landaði á Dalvík í gær en hann hefur landað þar og á Akureyri að undanförnu.

Eins og kom fram á síðunni í haust keypti Bergur-Huginn hf. Útgerðarfélagið Berg ehf. í Vestmannaeyjum.

Bergur VE 44 var smíðaður hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998 en var keyptur hingað til lands árið 2005. Togarinn er 569 brúttótonn að stærð og með 1.300 hestafla vél. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.