Víkurberg SK 72

1866. Víkurbeg SK 72. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Þarna má sjá kallana á Víkurbergi SK 72 draga netin en báturinn var í eigu Víkufisks með heimahöfn í Haganesvík í Fljótum. Í jólablaði Einherja, sem var blað Kjördæmissambands framsóknarmanna á Norðurlandi vestra, árið 1987 sagði svo frá: Nýlega bættist nýr bátur í flota Fljótamanna, Víkurberg SK-72. Skrokkur bátsins, … Halda áfram að lesa Víkurberg SK 72

Ísleifur IV ÁR 463

250. Ísleifur IV ÁR 463 ex Ísleifur IV ÁR 66. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Ísleifur IV ÁR 463 var upphaflega VE 463 og var smíðaður í Noregi árið 1964 fyrir Ársæl Sveinsson útgerðarmann í Vestmannaeyjum. Báturinn var 216 brl. að stærð, búinn 450 hestafla Stork diesel aðalvél. Sumarið 1975 voru skráðir eigendur Ársæll Ársællsson Selfossi og … Halda áfram að lesa Ísleifur IV ÁR 463