Víkurberg SK 72

1866. Víkurbeg SK 72. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Þarna má sjá kallana á Víkurbergi SK 72 draga netin en báturinn var í eigu Víkufisks með heimahöfn í Haganesvík í Fljótum.

Í jólablaði Einherja, sem var blað Kjördæmissambands framsóknarmanna á Norðurlandi vestra, árið 1987 sagði svo frá:

Nýlega bættist nýr bátur í flota Fljótamanna, Víkurberg SK-72. Skrokkur bátsins, sem er úr trefjaplasti, var framleiddur hjá Trefjaplasti h.f. á Blönduósi sáu síðan um að fullgera bátinn, Vélaverkstæði Jóns og Erlings, Berg h/f og Rafbær s/f. 

Báturinn, sem sýndur var á sjávarútvegssýningunni í Reykjavík í haust, er allur hinn glæsilegasti og vakti mikla athygli á sýningunni. Kostnaðarverð mun vera um 10 milljónir króna. Eigendur eru þeir feðgar frá Syðsta-Mói, Zophonías Frímannsson, Hilmar Zophoníasson og Sveinn Zophoníasson. 

Víkurberg var síðar skutlengt og útbúið til dragnótaveiða.

Fiskkaup hf. kaupir bát og kvóta í ársbyrjun 2003 en hvað varð um bátinn kemur síðar en hann heitir Straumur BA 800 í dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ísleifur IV ÁR 463

250. Ísleifur IV ÁR 463 ex Ísleifur IV ÁR 66. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Ísleifur IV ÁR 463 var upphaflega VE 463 og var smíðaður í Noregi árið 1964 fyrir Ársæl Sveinsson útgerðarmann í Vestmannaeyjum.

Báturinn var 216 brl. að stærð, búinn 450 hestafla Stork diesel aðalvél.

Sumarið 1975 voru skráðir eigendur Ársæll Ársællsson Selfossi og Erlingur Ævar Jónsson Þorlákshöfn. Skipið hét Ísleifur ÁR 66.

Skipið var endurmælt árið 1975 og mældist þá 171 brl. að stærð. Það var yfirbyggt árið 1981 og eftir það mældist það 172 brl. að stærð. 1982 var sett í það ný aðalvél, 800 hestafla Mirrlees Blackstone.

Í ágúst 1978 er skráður eigandi Ársæll Ársælsson Selfossi og skipið hét Ísleifur IV ÁR 463. Hafnarberg h/f í Þorlákshöfn kaupir Ísleif IV vorið 1979.

Í nóvember árið 1986 var Ísleifur IV ÁR 463 seldur til Hafnar í Hornafirði. Kaupandi Skinney h/f og fékk báturinn nafnið Skinney SF 30. Heimild Íslensk skip.

Árið 1993 var Skinney SF 30 skutlengd hjá Vélsmiðjunni Stál á Seyðisfirði og mældist eftir það 175 brl. að stærð.

Skinney SF 30 fór af íslenskri skipaskrá árið 2008.

Ísleifur IV átti sér tvö systurskip í Vestmannaeyjum, Berg VE 44 og Huginn II VE 55. Hið þriðja var Bára SU 526.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution