Skinney SF 30

250. Skinney SF 30 ex Ísleifur IV ÁR 463. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skinney SF 30 er hér á síldarmiðunum um árið, held að þetta sé á Hellisfirði haustið 1986.

Þarna var Skinney SF 30, sem áður hét Ísleifur IV ÁR 463, nýkominn í flota Hornfirðinga en það var útgerðafélagið Skinney hf. sem keypti hana frá Þorlákshöfn.

Um bátinn má lesa hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bjargey EA 79

2024. Bjargey EA 79 ex Bjargey BA 129. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Bjargey EA 79 hét upphaflega Bjargey II EA 87 og var í eigu Óla Bjarna Ólasonar í Grímsey, smíðuð í Noregi árið 1988.

Bjargey, sem var af Viksundgerð, var seld til Króksfjarðarness árið 1994 og varð Bjargey BA 129. En hún var komin aftur til Grímseyjar ári síðar og fékk EA 79. Eigandi Óli Bjarni.

Það er svo í ársbyrjun 2001 sem báturinn er skráður á Bolungarvík og verður Bjargey ÍS 45. Sama ár fær hann nafnið Strókur SH 977 með heimahöfn í Stykkishólmi.

Strókur verður HF 167 árið 2004, Hólmanes SU 1 er nafn sem hann fékk árið 2008 og sama ár verður báturinn Birta HF 19.

Snemma árs 2009 fékk báturinn einkennisstafina VE 39 en hét áfram Birta.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geiri Péturs prýddur jólaljósum

1825. Geiri Péturs ÞH 344 ex Rosvik. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987.

Geiri Péturs ÞH 344 við bryggju á Húsavík prýddur jólaljósum en myndin var tekin jólin 1987 en hann kom nýr til Húsavíkur það sumar.

Reyndar ekki alveg nýr því hann var smíðaður árið 1984 en Korri h/f keypti hann til landsins sumarið 1987.

Um bátinn má lesa hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution