1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK 212. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Geiri Péturs hinn fyrsti prýddur jólaljósum í Húsavíkurhöfn um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Báturinn, sem var í eigu Korra hf., var í flota Húsvíkinga frá ársbyrjun 1980 fram á sumarið 1987. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana … Halda áfram að lesa Geiri Péturs á jólum
Day: 19. desember, 2020
Skíði BA 666
6726. Skíði BA 666 ex Skíði EA 666. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Skíði BA 666 hefur alla tíð heitið þessu nafni en fyrstu 23 árin var hann EA 666. Smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1986. Heimahöfn hans Akureyri til ársins 2009 en það ár fær hann Patreksfjörð sem heimahöfn og gerður út af AK47 … Halda áfram að lesa Skíði BA 666
Viðey RE 6
1365. Viðey RE 6 ex Hrönn RE 10. Ljósmynd Sigtryggur Georgsson. Ekki svo langt síðan Viðey RE 6 birtist hér á síðunni í Grandalitunum en hér er hún í litum Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík. Viðey sem áður hét Hrönn RE 10 var eitt fimm systurskipa sem smíðuð voru fyrir Íslendinga í Gdynia í Póllandi árið 1974. … Halda áfram að lesa Viðey RE 6
Vöttur SU 3
1125. Vöttur SU 3 ex Kristján Guðmundsson ÍS 177. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Á þessum myndum sést Eskifjarðarbáturinn Vöttur SU 3 koma að landi í Grindavík um árið. Báturinn var smíðaður hjá Einar S. Nielsen Mek. Verksted A/S í Harstad í Noregi og afhentur á árinu 1968. Upphaflega bar nafnið Palomar T-22-SA en árið 1970 keypti … Halda áfram að lesa Vöttur SU 3