Geiri Péturs á jólum

1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK 212. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Geiri Péturs hinn fyrsti prýddur jólaljósum í Húsavíkurhöfn um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Báturinn, sem var í eigu Korra hf., var í flota Húsvíkinga frá ársbyrjun 1980 fram á sumarið 1987.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Skíði BA 666

6726. Skíði BA 666 ex Skíði EA 666. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Skíði BA 666 hefur alla tíð heitið þessu nafni en fyrstu 23 árin var hann EA 666. Smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1986.

Heimahöfn hans Akureyri til ársins 2009 en það ár fær hann Patreksfjörð sem heimahöfn og gerður út af AK47 útgerð ehf. í Vesturbyggð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Viðey RE 6

1365. Viðey RE 6 ex Hrönn RE 10. Ljósmynd Sigtryggur Georgsson.

Ekki svo langt síðan Viðey RE 6 birtist hér á síðunni í Grandalitunum en hér er hún í litum Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík.

Viðey sem áður hét Hrönn RE 10 var eitt fimm systurskipa sem smíðuð voru fyrir Íslendinga í Gdynia í Póllandi árið 1974. Eigandi Hrönn hf. í Reykjavík.

Árið 1979 fékk skipið nafnið Viðey RE 6, þá komið alfarið í eigu Hraðfrystistöðvar Reykjavíkur. Skipið var lengt árið 1982 og mældist þá 865 brl. að stærð. Hraðfrystistöðin í Reykjavík sameinaðist Granda hf. árið 1990. 

Vorið 1998 fékk Viðey RE 6 nafnið Sjól HF 1 og var það síðasta nafn þessa skips á Íslenskri skipaskrá en það var komið í núllflokk hjá Fiskistofu árið 2002. Eigandi Hafnarfell hf. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vöttur SU 3

1125. Vöttur SU 3 ex Kristján Guðmundsson ÍS 177. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Á þessum myndum sést Eskifjarðarbáturinn Vöttur SU 3 koma að landi í Grindavík um árið.

Báturinn var smíðaður hjá Einar S. Nielsen Mek. Verksted A/S í Harstad í Noregi og afhentur á árinu 1968. Upphaflega bar nafnið Palomar T-22-SA en árið 1970 keypti Útgerðarfélagið Óðinn h/f á Suðureyri við Súgandafirði bátinn til Íslands.

Hann fékk nafnið Kristján Guðmundsson ÍS 177 sem hann bar til ársins 1980 en þá var hann seldur austur á Eskifjörð. Kaupandinn var Þór s/f sem nefndi bátinn Vött SU 3.

Árið 1987 var Vöttur SU 3 seldur útgerðarfyrirtækinu Eldey h/f á Suðurnesjum og fékk hann það nafn sem hann ber á myndinni, Eldeyjar Hjalti GK 42.

Eldeyjar Hjalti GK 42, sem var 170 brl. að stærð, átti síðar eftir að heita, Bergvík KE 65, Melavík SF 34 og að lokum Gerður ÞH 110. 

Báturinn stóð lengi undir vegg við Skipasmíðastöð Njarðvíkur en fór í pottinn til Belgíu árið 2013.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.