Svanur og Dagfari á Raufarhöfn

1029. Svanur RE 45 – 1037. Dagfari GK 70. Ljósmynd Pétur Helgi Pétursson.

Hér gefur að líta loðnubátana Svan RE 45 og Dagfara GK 70 þar sem þeir eru eitthvað að manúera í höfninni á Raufarhöfn.

Það er reyndar skot út í loftið hjá mér að Dagfari sé GK þarna en ekki ÞH. Hann varð GK 70 árið 1994.

Svanurinn smíðaður í Noregi árið 1967 í Noregi og hét upphaflega Brettingur NS 50. Dagfari var smíðaður sama ár fyrir Barðann hf. á Húsavík en smíði hans fór fram í A_Þýsklandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tunu GR-18-95

IMO 6721216. Tunu GR-18-95 ex Guðmndur VE 29. Ljósmynd Pétur Helgi Pétursson.

Grænlenska loðnuskipið Tunu GR-18-95 er hér á siglingu en myndina tók Pétur Helgi Pétursson sem þá var skipverji á Björgu Jónsdóttur ÞH 321.

Eins og glöggir menn sjá er hér kunnugt skip á ferðinni en síðasta nafn þess var Sturla GK 12 en upphaflega Guðmundur RE 29. Alltsvo á íslenskri skipaskrá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Guðbjörg Steinunn GK 36

1236. Guðbjörg Steinunn GK 36 ex Ólafur Magnússon HU 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Guðbjörg Steinunn GK 37 stundaði rækjuveiðar úti fyrir Norðurlandi sumarið 2007 og hér sést hún koma að landi á Húsavík.

Báturinn hét upphaflega Þórir GK 251, síðar Þórir SF 77 og smátíma Þórir II SF 777 áður en hann var keyptur til Skagastrandar árið 1996. Þar fékk hann nafnið Ólafur Magnússon HU 54.

Því næst, eða árið 2006, fékk báturinn það nafn sem hann ber á myndinni, Guðbjörg Steinunn GK 37 með heimahöfn í Sandgerði.

Árið 2011 var Guðbjargarnafnið klippt af og eftir stóð Steinunn og hún var AK 36.

Báturinn, sem var smíðaður í Stálvík 1972 og yfirbyggður 1986, var seldur til Möltu árið 2015.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution