Akraberg AK 65

2765. Akraberg AK 65. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Akraberg AK 65 var smíðað hjá Siglufjarðar-Seig fyrir Akraberg ehf. árið 2007 og er það af gerðinni Seigur 1120.

Akraberg var skráð SI 90 árið 2010 og fluttist heimahöfnin frá Akranesi á Siglufjörð. Árið 2013 er það skráð ÓF 90 ogheimahöfn Ólafsfjörður.

Akraberg ÓF 90 var selt til Noregs árið 2017.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Guðni Ólafsson VE 606

2466. Guðni Ólafsson VE 606. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Línuskipið Guðni Ólafsson VE 606, sem sést hér nýkomið til landsins, var smíðað í Kína fyrir Ístún hf. í Vestmannaeyjum.

Skipið kom til heimahafnar í fyrsta skipti um miðjan febrúar árið 2002.

Í Morgunblaðinu fimmtudaginn 21. febrúar sagði m.a svo frá komu skipsins:

Guðni Ólafsson VE 606, eitt stærsta og öflugasta línuskip á Norður-Atlantshafi, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn um síðustu helgi en skipið var smíðað hjá skipasmíðastöðinni Huangpu Guangzhou í Kína. Eigandi skipsins er útgerð Ístúns hf. í Vestmannaaeyjum.

Helstu forvígismenn að byggingu skipsins voru félagarnir Guðjón Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Ístúns og útgerðarfélagsins Sæhamars, og félagi hans Guðni Ólafsson skipstjóri sem átti hugmyndina að smíðinni, en Guðni lést langt fyrir aldur fram meðan skipið var í smíðum.

Guðni Ólafsson VE er þriggja þilfara línu-, neta- og túnfiskveiði- skip með tvær frystilestar undir aðalþilfari. Aftari lestin er frystilest fyrir túnfisk og kælir niður í -5 ̊5C. Mesta lengd skipsins er 51,2 metrar, breidd 12,2 metrar og dýpt af efra þilfari 8,10 metrar og frá bakkaþilfari 10,50 metrar.

Guðni Ólafsson VE er 1.508 brúttótonn og 452 nettótonn.

Íbúðir eru fyrir 24 menn, auk sjúkraklefa og skrifstofu. Aðalvélar eru tvær af gerðinni Caterpillar. Skipið er hannað hjá Verkfræðistofunni Feng ehf., í samvinnu við Sigmar Sveinsson skipstjóra og Hallgrím Rögnvaldsson, sem einnig önnuðust eftirlit með smíðinni í Kína.

Hér má lesa alla fréttina.

Guðni Ólafsson VE 606 var seldur til Nýja-Sjálands síðla árs 2003.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution