Gleðileg jól – Merry Christmas – Feliz Navidad

Húsavík 23. desember 2020. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með þessari mynd sem tekin var á Þorláksmessumorgun hér á Húsavík óska ég öllum þeim sem sækja síðuna heim gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir innlitið á árinu sem er að líða.

Merry Christmas to you all who visit this site with thanks for stopping by.

Feliz Navidad a todos los que visitan este sitio con gracias por pasar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Jón Sör ÞH 220

625. Jón Sör ÞH 220 ex Þórður Bergsveinsson SH 3. Ljósmynd Pétur Jónasson.

Jón Sör ÞH 220 var gerður út frá Húsavík á árunum 1973 til 1977 og var í eigu Norðurborgar h/f á Húsavík.

Jón Sör ÞH 220 var keyptur frá Stykkishólmi þar sem báturinn bar nafnið Þórður Bergsveinsson SH 3.

Upphaflega hét báturinn Jökull SH 126 og var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA árið 1957 en hann var 54 brl. að stærð.

Hann var smíðaður fyrir Víglund og Tryggva Jónssyni í Ólafsvík og þótti á þeim tíma einn fegursti bátur sinnar stærðar í flotanum.

Báturinn var gerður út frá Ólafsvík til ársins 1965 en eftir að hafa verið seldur suður fékk báturinn nafnið Þórir GK 251. Báturinn var seldur 1972 í Stykkishólm þar sem hann fékk nafnið Þórður Bergsveinsson SH 3.

Eins og áður segir var hann á Húsavík árin 1973 til 1977 en þá var hann seldur til Hafnar í Hornafirði þar sem hann fékk sitt gamla nafn, Jökull en nú SF 75.

Árið 1978 var báturinn kominn til Eskifjarðar þar sem hann fékk nafnið Guðmundur Þór SU 121 og vorið 1980 var hann seldur til Keflavíkur. Þar fékk hann nafnið Hafborg KE 99.

Vorið 1985 var báturinn seldur á Hofsós þar sem hann hélt nafni sínu en varð SK 50. Fjórum árum síðar var báturinn kominn til Siglufjarðar þar sem hann varð Hafborg SI 200.

Árið 1991 var báturinn kominn með heimahöfn í Hafnarfirði og varð HF 64 og fjórum árum síðar var hann seldur til Svíþjóðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Geiri Péturs jólaljósum prýddur

1872. Geiri Péturs ÞH 344 ex Skúmur ÍS 322. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Geiri Péturs, sá þriðji í röðinni, liggur hér við bryggju á Húsavík prýddur jólaljósum og aftan við hann glittir í Guðrúnu Björgu ÞH 60 og Kristey ÞH 25.

Um Geira Péturs, sem upphaflega hét Skúmur GK 22, má lesa hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution