1144. Aron ÞH 105. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Aron ÞH 105, sem var 11 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Guðmund A. Hólmgeirsson í Bátalóni hjá Hafnarfirði árið 1971. Báturinn var á Húsavík til ársins 1977 er hann var seldur til Ólafsfjarðar en þar hélt hann nafni sínu en varð ÓF 55. Raunar hét báturinn alla … Halda áfram að lesa Aron ÞH 105
Day: 20. desember, 2020
Gnúpur seldur til Rússlands
1579. Gnúpur GK 11 ex Guðbjörg ÍS 460. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Frystitogarinn Gnúpur lagði úr höfn í Grindavík um hádegisbil í dag, að öllum líkindum í síðasta sinn en hann hefur verið seldur til Rússlands. Fyrst siglir Gnúpur til Hafnarfjarðar þar sem hann verður tekinn í slipp áður en hann fer utan. Gnúpur sem … Halda áfram að lesa Gnúpur seldur til Rússlands
Sólborg við bryggju
1359. Sólborg SU 202. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Hér liggur Sólborg SU 202 við bryggju á Fáskrúðsfirði milli hátíða prýdd jólastjörnu. Myndin var tekin af Hreiðari Olgeirssyni um 1990. Báturinn hét upphaflega Sturlaugur II ÁR 7 og var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar h.f. á Ísfirði og afhentur í febrúar árið 1974. Hann var 138 brl. … Halda áfram að lesa Sólborg við bryggju