Aron ÞH 105

1144. Aron ÞH 105. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Aron ÞH 105, sem var 11 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Guðmund A. Hólmgeirsson í Bátalóni hjá Hafnarfirði árið 1971.

Báturinn var á Húsavík til ársins 1977 er hann var seldur til Ólafsfjarðar en þar hélt hann nafni sínu en varð ÓF 55.

Raunar hét báturinn alla tíð Aron en var HF 555 árið 1990 en 1991 aftur ÓF 55 sem var skráning hans þegar hann var tekinn af skipaskrá vorið 1992.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gnúpur seldur til Rússlands

1579. Gnúpur GK 11 ex Guðbjörg ÍS 460. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Frystitogarinn Gnúpur lagði úr höfn í Grindavík um hádegisbil í dag, að öllum líkindum í síðasta sinn en hann hefur verið seldur til Rússlands.

Fyrst siglir Gnúpur til Hafnarfjarðar þar sem hann verður tekinn í slipp áður en hann fer utan.

Gnúpur sem var í eigu Þorbjarnar hf. var lagt í byrjun september sl. en upphaflega hét togarinn Guðbjörg ÍS 46.

Jón Steinar tók þessa myndasyrpu af togaranum þegar hann fór en um Gnúp má lesa hér.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sólborg við bryggju

1359. Sólborg SU 202. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Hér liggur Sólborg SU 202 við bryggju á Fáskrúðsfirði milli hátíða prýdd jólastjörnu. Myndin var tekin af Hreiðari Olgeirssyni um 1990.

Báturinn hét upphaflega Sturlaugur II ÁR 7 og var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar h.f. á Ísfirði og afhentur í febrúar árið 1974. Hann var 138 brl. að stærð, búinn 750 hestafla Caterpillar aðalvél. 

Um haustið sama ár var báturinn seldur austur á Fáskrúðsfjörð.

Í Morgunblaðinu 2. október 1974 mátti lesa eftirfarandi frétt sem var dagsett 30. september:

Nýr bátur bættist í flota Fáskrúðsfirðinga í gær. Heitir hann Sturlaugur 2. og er keyptur frá Þorlákshöfn. Skipið, sem er 130 lesta stálskip, var byggt á Ísafirði fyrir nokkrum mánuðum.

Núverandi eigendur bátsins eru Sólborg h.f á Fáskrúðsfirði en hluthafar eru nokkrir ungir menn hér á staðnum. Stjórnarformaður félagsins og jafnframt framkvæmdarstjóri er Kristján Stefánsson.

Skipstjóri á bátnum er Hermann Steinsson og 1. vélstjóri Finnbogi Jónsson, en þeir eru báðir hluthafar í bátnum. Sturlaugur 2. fer bráðlega til veiða með net.

Sturlaugur II ÁR 7 fékk nafnið Sólborg SU 202 árið 1975 og var gerður út frá Fáskrúðsfirði til ársins 1995. Það sumar var hún seld Hneif hf. og varð Sólborg RE 270. Árið síðar Sólborg SH 207 og sama ár var hún seld til Eyrarbakka þar sem hún fékk nafnið Álaborg ÁR 25.

Snemma árs 2007 kaupir Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum Álaborgina og selur hana síðan til Hollands um mitt sumar.

Báturinn var yfirbyggður árið 1985.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution