Sylvía ljósum prýdd

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljómynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Hérna liggur Sylvía ljósum prýdd í Húsavíkurhöfn en hún er í eigu Gentle Giants sem einnig á Fald ásamt flota Ömmubáta af RIB gerð.

Sylvía var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tryggvi Eðvarðs seldur til Hríseyjar

2800. Tryggvi Eðvars SH 2. Ljósmynd Afons Finnsson.

Línubáturinn Tryggvi Eðvars SH 2 hefur verið seldur Hrísey Seafood ehf. í Hrísey en þaðan verður báturinn gerður út.

Tryggvi Eðvars SH 2 var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði fyrir Útgerðarfélagið Nesver ehf. á Rifi og var afhentur í desember árið 2010. Hann er af gerðinni Cleopatra 38.

Báturinn mun fá nafnið Fanney og einkennisstafina EA 48.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution