Sólveig ÞH 226

5499. Sólveig ÞH 226 ex Sævar ÞH 136. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sólveig ÞH 226 hét upphaflega Sævar ÞH 136 og var smíðuð af Baldri Halldórssyni á Hlíðarenda við Akureyri árið 1970.

Báturinn, sem var tæpar 7 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Hörð Þorfinnsson á Húsavík sem átti hann til ársins 1978. Þá kaupa Sæavr feðgarnir Sigurður Friðbjarnarson og Bjarni Sigurðsson.

Það er svo árið 1980 sem Sigurður Gunnarsson kaupir Sævar og nefnir Sólveigu ÞH 226. Hann átti bátinn um árabil eða allt til ársins 1998 en þá leysti ný Sólveig hann af hólmi.

Sólveig fékk nafnið Gjafar ÞH og var í eigu Kristjáns Ben Eggertssonar skipasmiðs um tíma en árið 2001 fékk báturinn nafnið Strandarvík. Það síðasta sem undirritaður sá til hans var í Reykjavíkurhöfn þar sem hann lá innan um fleiri smábáta.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.