
Kristbjörg II HF 75 var smíðuð í Flekkefjord árið 1964 og hét upphaflega Guðbjartur Kristján ÍS 280.
Í Morgunblaðinu þann 24. júlí 1964 sagði svo frá komu hans:
Nýtt og glæsilegt vélskip, Guðbjartur Kristján ÍS 2S0, kom til Ísafjarðar í kvöld. Þetta er 194 lesta stálskip, smíðað í Flekkefjord í Noregi. Eigandi skipsins er Eir h/f á Ísafirði.
Skipið er búið 500 hestafla Lister vél og ljósavél sömu gerð. Var ganghraði á heimleið 10,8 sjómílur. Fékk skipið mjög gott veður og var fjóra sólarhringa heim. Halldór Hermannsson, skiptjóri, sigldi skipinu heim.
Þetta mun vera sjöunda skipið sem smíðað er fyrir íslendinga í Flekkefjörd og er smíðað eftir sömu teikningu og Ólafur Friðbertsson frá Súgandafirði. Guðbjartur Kristján fer til síldveiða fyrir helgi og verður skipstjóri á honum Birgir Erelndsson.
Árið 1967 þegar nýr Guðbjartur Kristján ÍS 20 kom til Ísafjarðar fékk þessi nafnið Víkingur III ÍS 280 sem hann bar lengi vel.
1989 var Víkingur III seldur suður í Sandgerði og kom hann í stað Sandgerðings GK 286. Haustið 1990 keypti Fiskiðja Sauðárkróks bátinn. Þar fékk hann nafnið Ólafur Þorsteinsson SK 77 sem hann bar um tíma en Hólmgrímur Sigvaldason keypti bátinn og nefndi Tjaldanes ÍS 522.
Smáey h/f í Vestmannaeyjum keypti bátinn 1995 og fékk hann nafnið Sæfaxi VE 25. Hann var síðan kominn í núllflokk hjá Fiskistofu árunum 1997-2000 og skráður sem Skussi VE.
Magnús Helgi Friðgeirsson kaupir bátinn árið 2000 og þá fær hann það nafn sem hann ber á myndinni, Kristbjörg II HF 75.
Árið 2006 er Kristbjörg II komin í eigu Vaktskipa og fær nafnið Valberg VE 10 og ári síðar Valberg II VE 105.
Báturinn fór í brotajárn árið 2008 og var brytjaður niður í Njarðvík.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution