Skutull ÍS 180

1383. Skutull ÍS 180 ex Hafþór RE 40. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson.

Rækjutogarinn Skutull RE 180 hét upphaflega Baldur EA 124 og kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Dalvík um mitt ár 1974. Baldur var í eigu Aðalsteins Loftssonar útgerðarmanns á Dalvík.

Um einu og hálfu árið síðar var Baldur kominn í eigu Ríkissjóðs og notaður sem varðskip. Síðar hét hann Hafþór RE 40 og var í eigu Hafró. Hann var leigður Útgerð Hafþórs sf. á Ísafirði sem gerði hann út til rækjuveiða.

Haustið 1990 kaupir Togaraútgerð Ísafjarðar hf. Hafþór RE 40 og hann fær nafnið Skutull ÍS 180. Þegar Básafell hf. varð til síðla árs 1996 var Togaraúgerð Ísafjarðar meðal þeirra sjávarútvegs-fyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum sameinuðust undir nafni Básafells.

Vorið 1999 kom Skutull ÍS 180 úr breytingum í Póllandi sem fólust m.a í 11 metra lengingu auk breytinga á skut.

Eftir að Básafelli hf. var stokkað upp komst Skutull ÍS 180 í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. sem gerði hann út undir nafninu Eldborg RE 13. Þegar Guðmundur í Nesi RE 13 leysti hana af hólmi árið 2004 var hún seld úr landi.

Kaupandinn var útgerðarfyrirtækið Reyktal AS sem gerði Eldborgina út til rækjuveiða en undanfarin ár hefur hún legið í Hafnarfjarðarhöfn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s