María Pétursdóttir VE 14

1430. María Pétursdóttir VE 14 ex Dagný GK 91. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

María Pétursdóttir VE 14, sem hér sést koma til hafnar í Vestmannaeyjum, var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör h/f á Akureyri árið 1975.

Báturinn, sem er 29 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Ægi h/f á Grenivík og afhentur eigendum sínum 12. júlí 1975. Hann var með smíðanúmer 6 hjá Vör og í honum 300 hestafla Volvo Penta.

Ægir Jóhannsson ÞH 212 var seldur til Suðurnesja frá Grenivík árið 1981 og ári síðar kominn í eigu útgerðarfélagsins Njarðar h/f í Sandgerði. Báturinn hét áfram saman nafni, sömu einkennsstafir og númer en heimahöfnin Húsavík.

Árið 1993 kaupir Jón Erlingsson í Sandgerði bátinn og nefnir Erling GK 212.

Valdimar ehf. í Vogum kaupir Erling í lok árs 1996 og gefur honum nafnið Dagný GK 91 en þá hafði báturinn verið GK 214 í um tveggja mánaða skeið.

Þegar farið var að líða á vetrarvertíðina 1997 var Dagný GK 91 seld til Vestmannaeyja, kaupandinn var Brimhóll ehf. og báturinn fær það nafn sem hann ber á myndinni hér að ofan.

Sumarið 2001 fær báturinn nafnið Birta VE 8 og eigandi Skálará ehf. en 2008 er TT Luna ehf. skráður eigandi. Síðan hefur báturinn borið nafnið Víðir ÞH 212, aftur Birta VE 8 en í dag Seaflower EA 67. Hann skemmdist talsvert á stefni árið 2010 og hefur ekki verið gerður út síðan en verið er að gera hann upp.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s