
Þessa mynd tók Hreiðar Olgeirsson um borð í Dagfara ÞH en hvort það var sá fyrri eða síðari er ég ekki klár á.
Þarna er kaldaskítur á miðunum og kallarnir eitthvað að græja en Dagfari ÞH 40 kom árið 1965. Hann fékk nafnið Ljósfari ÞH 40 þegar sá seinni kom árið 1967 en hann var ÞH 70.
Báðir smíðaðir í Boizenburg í A-Þýskalandi fyrir Barðann hf. á Húsavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Sæll Hafþór.Ég ætla að giska á að þetta sé seinni Dagfari.
Líkar viðLíkar við
Já það held ég
Líkar viðLíkar við