
Jón Steinar tók þessar myndir í vikunni af línubátnum Kristni HU 812 koma til hafnar í Grindavík. aflinn var um 11 tonn.
Kristinn var smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði árið 2010 og er af gerðinni Cleopatra 50.
Báturinn var smíðaður fyrir útgerðarfélagið Rederij Dezutter í Belgíu en Útgerðarfélagið Breiðavík ehf. í Snæfellsbæ keypti bátinn til landsins árið 2013.
Þá fékk hann nafnið Kristinn og var SH 812 með heimahöfn í Ólafsvík, síðar Rif og svo aftur Ólafsvík segir á vef Fiskistofu. Frá því í nóvember 2019 er Kristinn með heimahöfn á Skagaströnd og er HU 812. Sami eigandi.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution