
Færeyska uppsjávarveiðiskipið Finnur Fríði FD 86 kom til Fáskrúðsfjarðar í dag með tæp 2.200 tonn af kolmunna sem skipið fékk við Írland en hann kláraði þó túrinn við Færeyjar.
Finnur Fríði, sem er með heimahöfn í Götu, var smíðaður árið 2003 hjá Langsten Slip & Båtbyggeri A/S í Noregi. Hann er 76,43 metrar að lengd og 15 metra breiður. Hann mælist 2779 brúttótonn að stærð.
Óðinn Magnason á Fáskrúðsfirði tók þessar myndir sem nú birtast.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution