
Hér sjáum við Sigurborgina AK 375 frá Akranesi en myndin var tekin á Breiðafirði á vetrarvertíðinni 1984.
Sigurborg AK 375 upphaflega Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 frá Neskaupsstað, smíðaður í Hommelvik í Noregi 1966.
Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 var smíðaður fyrir Múla hf. á Neskaupstað en 1978 kaupir Gunnar I. Hafsteinsson í Reykjavík bátinn og fær hann nafnið Freyja RE 38.
1980 skipta Gunnar og Þórður Guðjónsson á Akranesi á skipum og fær Freyja nafnið Sigurborg sem hún hefur haldið fram á þennan dag.
Einkennisstafirnir fyrir utan AK 375 hafa verið KE 375 , VE 121 , HU 100 og SH 12.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution