Álaborg ÁR 25

1359. Álaborg ÁR 25 ex Sólborg SH 207. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Nú birtast nokkar myndir af vertíðarbátnum Álaborg ÁR 25 koma til hafnar í Þorlákshöfn á vetrarvertíðinni árið 2005. Nánar tiltekið þann 3. mars.

Það var Fiskisver ehf. sem gerði Álaborg út en hún var með heimahöfn á Eyrarbakka.

Báturinn var smíðaður á Ísfirði árið 1974 og hét upphaflega Sturlaugur II ÁR 7. Hann var 138 brl. að stærð, búinn 750 hestafla caterpillar aðalvél.

Sama ár var báturinn seldur austur á Fáskrúðsfjörð þaðan sem hann var gerður út í um tuttugu ár undir nafninu Sólborg SU 202. Sólborg var yfirbyggð árið 1985.

Árið 1995 varð Sólborg, samkvæmt vef Fiskistofu, RE 270 og ári síðar SH 207. Það sama ár, 1996, var báturinn seldur Fiskiveri.

Snemma árs 2007 kaupir Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum Álaborgina og selur hana síðan til Hollands um mitt sumar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s