Vlieborg lagðist að Bökugarðinum í dag

IMO 9554781. Vlieborg við komuna til Húsavíkur í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hollenska flutningaskipið Vlieborg kom að Bökugarðinum í dag en skipið hefur legið fyrir festum á Skjálfanda undanfarna sólahringa.

Skipið, sem er með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka, var smíðað árið 2012. Það er 142.65 metra langt og breidd þess er 15.87 metrar. Það mælist 7,367 GT að stærð og siglir undir fána Hollands.

Heimahöfn þess er Delfzijl en til gamans má geta að sú borg er í Groningenhéraði. Um það hérað segir m.a á Wikipedia:

Groningen nær yfir norðvestasta svæði meginlands Hollands. Nokkrar af austustu eyjum Vesturfrísnesku eyjanna tilheyra fylkinu. Ein þeirra, Rottumerplaat, er nyrsti oddi Hollands.

Önnur fylki sem að Groningen liggja eru Drenthe fyrir sunnan og Frísland fyrir vestan. Auk þess liggur Groningen að Þýskalandi fyrir austan. Fyrir norðan er Vaðhafið, sem er hluti Norðursjávar. Fylkið er mjög láglent og eru sum svæðin fyrir neðan sjávarmál.

Hæsta hæðin nær aðeins 30 metra hæð. Íbúarnir eru 583 þúsund talsins. Höfuðborgin heitir sömuleiðis Groningen.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s