
Togskipið Helgi SH 135 hefur verið seldur frá Grundarfirði og er kaupandinn Aurora Seafood ehf. sem nefndi bátinn Tind ÍS 235.
Helgi SH 135 hét upphaflega Þór Pétursson ÞH 50 og var í eigu Njarðar hf. í Sandgerði, smíðaður á Ísafirði 1989.
Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði keypti bátinn árið 2000 og gaf honum Helganafnið sem hann bar í 20 ár.
Guðmundur Runólfsson hf. festi kaup á togskipinu Bergey VE 544 af Bergi-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum á síðasta ári. Bergey fékk nafnið Runólfur SH 135 og leysti hann Helga af hólmi.
Heimahöfn Tinds ÍS 235 er Flateyri en samkvæmt aflafréttir.is mun hann m.a verða gerður út til sæbjúgnaveiða.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.