Hrímbakur EA 306

1472. Hrímbakur EA 306 ex Bjarni Herjólfsson ÁR 200. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hrímbakur EA 306 hét upphaflega Bjarni Herjólfsson ÁR 200 og var smíðaður í Póllandi árið 1977.

Í 8. tbl. Ægis sagði m.a um komu skipsins:

8. marz sl. kom skuttogarinn Bjarni Herjólfsson ÁR 200 til landsins í fyrsta sinn, en skuttogari þessi er í eigu fyrirtækisins Árborg h.f. Selfossi, en heimahöfn skipsins er Stokkseyri.

Bjarni Herjólfsson er systurskip Ólafs Jónssonar GK 404 og er annar skuttogarinn í raðsmíði þriggja skuttogara í Gdynia í Póllandi hjá Stocznia im Komuny Paryskiey (nýsmíði B 402/3).

Skipstjóri á Bjarna Herjólfssyni ÁR er Axel Schiöth og 1. vélstjóri er Sigurður Jónsson. Framkvæmda- stjóri útgerðarinnar er Sigurður Guðmundsson.

Togarinn var 488 brl. að stærð búinn 2200 hestafla Sulser aðalvél.

Útgerðarfélag Akureyringa hf. keypti togarann árið 1985 og nefndi hann Hrímbak EA 306. Snemma árs 1996 keypti Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði togarann og nefndi Hring SH 535.

Árið 2006 er hann kominn með nafnið Hólmberg SH 535 samkvæmt vef Fiskistofu og það sama ár var hann seldur úr landi. Nánar tiltekið til Namibíu en togarinn fór í brotajárn árið 2015.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s