Auðbjörg SH 197

1856. Auðbjörg SH 197. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Auðbjörg SH 197 var smíðuð í Póllandi fyrir Enni h.f í Ólafsvík og kom til heimahafnar 31. desember 1987.

Í Morgunblaðinu þann 10. janúar 1988 mátti lesa eftirfarandi frétt frá fréttaritara blaðsins í Ólafsvík, Helga Kristjánssyni:

Nýr bátur kom til heimahafnar í Ólafsvík að kvöldi gamlársdags. Það er Auðbjörg SH 197 sem er 67 brúttólestir að stærð og er smíðaður úr stáli í Póllandi. 

Eigandi bátsins er Enni hf. Báturinn kemur í stað eldri báts með sama nafni og númeri sem var úreltur en mikið happaskip. Hin nýja Auðbjörg er með útbúnað fyrir dragnótaveiðar með tógum og fyrir veiðar á línu og net. Aflvél bátsins er Caterpillar, 620 hö. 

Öll nýjustu tæki eru í bátnum. Skipstjóri er Óttar Guðlaugsson og tjáði hann fréttaritara að báturinn hefði reynst mjög vel á leiðinni heim. 

Auðbjörg SH 197 var lengd árið 1994 og er báturinn 82 brl. að stærð eftir það. Þá hefur verið sett pera á bátinn.

Auðbjörg SH 197 var seld vorið 1999 yfir á Rif. Þar sem báturinn fékk nafnið Rifsari SH 70 sem hann ber enn, eigandi Sandbrú ehf. á Rifi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s