Þórður Jónasson EA 350 kemur að landi í Krossanesi

264. Þórður Jónasson EA 350 ex Þórður Jónasson RE 350. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessar myndir sem hér birtast voru teknar um árið og sýna loðnuskipið Þórð Jónasson EA 350 koma drekkhlaðið að bryggju í Krossanesi við Eyjafjörð.

Þórður Jónasson EA 350, sem í dag ber nafnið Hörður Björnsson ÞH 260 og er gert út á línu, var á þessum tíma í eigu Valtýrs Þorsteinssonar h/f á Akureyri.

Þórður Jónasson, sem smíðaður var í Noregi og kom til Akureyrar í júníbyrjun árið 1964, var upphaflega RE 350. Hann var smíðaður fyrir Valtý Þorsteinsson útgerðarmann á Akureyri og Sæmund Þórðarson skipstjóra á Stóru Vatnsleysu. Þórður Jónasson RE 350 var þá stærstur fiskiskipa sem smíðað höfðu verið fyrir Íslendinga að frátöldum togurum.

Þórður Jónasson var 300 brl. að stærð búinn 700 hestafla Wichmann aðalvél en í dag er í skipinu 1430 hestafla Caterpillar sem sett var í hann árið 1986.

Nokkuð hefur tognað úr Þórði, hann var lengdur árið 1973 og mældist eftir það 272 brl. að stærð. Skipið var yfirbyggt árið 1978 og lengt aftur árið 1986 en ári áður hafði verið skipt um brú.

Í Morgunblaðinu sagði m.a svo frá þegar Þórður Jónasson EA 350 kom heim úr breytingunum sem framkvæmdar voru í Noregi árið 1986:

Loðnuskipið Þórður Jónasson EA 350 kom til heimahafnar á Akureyri á þriðjudagsmorgun eftir gagngerar breytingar í Noregi. Hann hefur verið lengdur um 6,5 metra og getur eftir það borið 200 lestum meira en áður og ber því um 700 lestir nú. Ennfremur hefur ný aðalvél og ljósavél verið sett í skipið. Breytingar þessar kosta um 22 milljónir króna.

Hreiðar Valtýsson útgerðarmaður skipsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú hefði 22 ára gömul vél verið leyst af hólmi eftir langa og dygga þjónustu, en nýja vélin væri helmingi kraftmeiri en sú gamla. Skipið hefur á tveimur síðustu árum tekið verulegum stakkaskiptum, því í fyrra var skipt um brú á því og matsalur endurbættur.

Hreiðar sagði að skipið væri því nánast orðið eins og nýtt og hann væri mjög ánægður með vinnuna á skipinu, en því hefði verið breytt í Stordværft í Noregi.

Það er spurning hvenær bakkinn var settur á skipið en Þórður Jónasson EA 350 var seldur Sigurði Ágústssyni ehf. í Stykkishólmi árið 2003. Skipið fékk nafnið Gullhólmi SH 201 og eftir að nýir eigendur tóku við því fóru fram breytingar á því sem fólust m.a í því að nýr skutur var settur á skipið.

Árið 2015 keypti GPG Seafood ehf. á Húsavík Gullhólma SH 201 og nefndi, eftir fyrrum skipstjóra á Þórði Jónassyni EA 350. Hörður Björnsson ÞH 260 heitir skipið er gert út á línu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s