Farsæll GK 162

1636. Farsæll GK 162 ex Lovisa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Farsæll GK 162 við bryggju í Grindavík um árið en hann hét upphaflega Lovisa og varr smíðaður árið 1977 hjá skipasmíðastöðinni Grönhögens Sevets A/B í Dagerhamn í Svíþjóð.

Þorgeir Þórarinsson ofl. keyptu hann til Grindavíkur og bættist hann í flotann í september árið 1982.

Farsæll GK 162 fór í breytingar hjá Ósey hf. í Hafnarfirði 1996 og var sagt frá þeim í 4. tbl. Ægis það ár.

Þar var ferill bátsins rakinn fram að þeim tíma:

Í september 1982 bættist í fiskiskipaflotann stálskip sem keypt var notað frá Svíþjóð.

Skip þetta hét upphaflega Lovisa og er smíðað árið 1977 hjá skipasmíðastöðinni Grönhögens Sevets A/B í Dagerhamn í Svíþjóð undir eftirliti hjá Sjöfartsverket.

Í september árið 1982 er skipið keypt til íslands af Þorgeiri Þórarinssyni o.fl. í Grindavík og sama ár er lokið við lengingu á skipinu um 3 m í Svíþjóð. Eftir að skipið kom til landsins var settur í það ýmiss búnaður, m.a. vindur og rafeindatæki. Skipið hóf veiðar í febrúar 1983.

Í febrúar 1989 eignast Brynjólfur hf. o.fl. í Njarðvíkum skipið, en núverandi eigendur, Farsæll hf. o.fl. í Grindavík, eignast það í júlí 1990.

Árið 1984 var sett á bátinn togvindubúnaður frá Sig. Sveinbjörnssyni. Árið 1989 var skipt um aðalvél og sett ný Volvo Penta 373 hö. Árið 1993 var settur nýr spilbúnaður frá Ósey hf. ásamt netvindu, einnig var sett perustefni á bátinn árið 1993.

1636. Farsæll GK 162 ex Lovisa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Farsæll GK 162 er hér á leið til hafnar í Keflavík um árið en þarna var Bugtin nýopnuð og báturinn nýskveraður.

Eins og sjá má á myndinni voru þetta allmiklar breytingar sem framkvæmdar voru á bátnum hjá Ósey hf. árið 1996.

Þær fólust m.a í 4 metra lenginu, dekkið hækkað um 0,5 metra og framan við lengingu voru byggðar nýjar síður og hvalbakur og stýrishús, með ljósa- og radarmastri, ofan á hvalbakinn. í nýjum hvalbak voru byggðar nýjar íbúðir. Heimild Ægir 4 tbl. 1996.

Farsæll GK 162 heitir í dag Finnbjörn ÍS 68 og árið 2017 fór hann í breytingar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem fólust m.a í því að báturinn var breikkaður að aftan og smíðaður var nýr toggálgi.

Báturinn er 21,2 metrar að lengd og mælist 68 brl. að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s