Sigurborg SH 12

2740. Sigurborg SH 12 ex Vörður EA 748. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Óskar Franz tók þessa mynd af Sigurborginni nýju í slippnum í Reykjavík þar sem verið er að skvera hana.

Eins og glöggir menn sjá er þetta gamli Vörður EA 748 en eins og áður hefur komið fram á síðunni keypti Fisk Seafood ehf. tvö skip af Gjögri hf. á Grenivík. Fyrrnefndan Vörð EA-748 og Áskel EA-749 sem sést í þarna á bak við Sigurborgina. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.