Doctorpintado í Vigo

IMO: 9850501. Doctorpintado í Vigo. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Þessi öflugi dráttarbáturinn varð á vegi okkar, láði reyndar, á dögunum í Vigo og að sjálfsögðu var tekin mynd.

Hann er 22 metra langur og 10 metra breiður (11 metrar segja sumar skrár) og mælist 276 GT að tærð.

Nafn hans er Doctorpintado og er hann alveg nýr af nálinni, smíðaár 2019. Hann hét upphaflega Sirapinar VII og var undir tyrkneskum fána. En það virðist hafa verið stutt.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Faldur og Sylvía

Faldur ex Faldur ÞH 153. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Faldur hét upphaflega Votaberg ÞH 153 og var smíðaður hjá Skipaviðgerðum hf. í Vestmannaeyjum fyrir útgerðarmann á Þórshöfn árið 1973. 

Í lok sama árs var hann seldur innanbæjar á Þórshöfn og fékk nafnið Faldur ÞH 153.

Sumarið 2001 var hann keyptur til Húsavíkur og veturinn þar á eftir notaður til að breyta honum í hvalaskoðunarbát.

Faldur hóf hvalaskoðunarsiglingar á vegum Gentle Giants sumarið 2002 og er enn að. Faldur er 18 brl. að stærð.

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sylvía var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169.

Í sumarbyrjun 2007 kaupir hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants á Húsavík bátinn frá Þingeyri og eftir breytingar í Slippstöðinni á Akureyri hóf hann hvalaskoðunarsiglingar um sumarið á Skjálfanda og gerir enn.

Sylvía er 29 brl. að stærð.

Heimildir eru m.a fengnar af vefnum aba.is, heimasíðum hvalaskoðunarfyrirtækjanna og úr Íslenskum skipaskrám.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution