Þórarinn GK 35

335. Þórarinn GK 35 ex Þórarinn KE 18. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þórarinn GK 35 er hér á siglingu innan hafnar í Grindavík og virðist hafa verið á handfærum þegar myndin var tekin. Myndin var sennilega tekin árið 1998.

Þórarinn GK 35 hét upphaflega Auðunn EA 57 og var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1954.

Hann var smíðaður fyrir Kristinn Jakobsson og Garðar Sigurpálsson í Hrísey og var báturinn rúmlega 8 brl. að stærð. Búinn 32 hestafla Lister sem skipt var út árið 1967 fyrir 105 hestafla Perkingsvél.

Á vef Árna Björns Árnasonar segir að þeir Kristinn og Garðar hafi átt bátinn í átta ár en þá var hann seldur örðum heimamönnum í Hrísey. Þeir sem keyptu voru Tryggvi Ingimarsson, Guðlaugur Jóhannsson og Þorstein Júlíusson og báturinn fékk nafnið Björg EA 57.

Árið 1972 fékk báturinn nafnið Smári EA 57 og var í eigu Geirfinns Sigurðssonar í Hrísey. Árið 1976 fór báturinn til Grindavíkur og var á Suðurnesjunum eftir það. Í Grindavík fékk hann nafnið Sandvík GK 57. 

Frá árinu 1981 hét hann fyrst Kristín Björg RE 115, Reykjavík og síðar á sama ári Þórarinn KE 18 Keflavík. 

Árið 1984 er báturinn kominn aftur til Grindavíkur. Þar hann hét áfram Þórarinn en nú GK 35 og var í eigu Jóns Guðmundssonar. Rétt fyrir aldarmótin var báturinn kominn í eigu Gjögurs hf. og var hann tekinn úr rekstri og af skipaskrá 12. des. 2002.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s