Keifaberg RE 70 á toginu

1360. Kleifaberg RE 70 ex Kleifaberg RE 7. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hér er Kleifaberg RE 70, frystitogari Útgerðarfélags Reykjavíkur hf, að veiðum fyrir skömmu.

Kleifaberg RE 70 hét upphaflega Engey RE 1 og var smíðað fyrir Ísfell hf. í Póllandi árið 1974. Togarinn var 742 brl. að stærð en mælist í dag 839 brl. enda búið að toga hann dálítið.

Rammi hf. keypti togarann af HB Granda árið 1997 og nefndi hann Kleifaberg ÓF 2. Árið 2007 kaupir Brim hf. togarann sem var áfram með sama nafn, einkennisstafi og númer til ársins 2012.

Þá komst hann í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur og verður RE 7. Þetta var í janúar en í lok sama árs varð hann RE 70.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.


Tómas Þorvaldsson GK 10

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar myndir sl. fimmtudag þegar frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 lagði upp í sína fyrstu veiðiferð frá Hafnarfirði fyrir Þorbjörn h.f í Grindavík.

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Þorbjörn hf. fékk skipið afhent í júní sl. eftir að hafa keypt það frá Grænlandi þar sem það bar nafnið Sisimiut GR6-500.

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. 

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution