Alvarez Rosales og A Gago koma að landi

Alvarez Rosales kemur að landi í Chapela. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Vinnubátarnir sem notaðir eru við skelræktina á Vigoflóa eru margir og af ýmsum stærðum og gerðum.

Í hádeginu komu tveir þeirra til hafnar í Chapela og sýnist mér þetta vera flaggskipin þeirra hér í bæ. Bátarnir heita Alvarez Rosales og A Gago og tók ég þessar myndir í hádeginu.

A Ago á heimstími. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þorleifur EA 88

1105. Þorleifur EA 88 ex Guðrún Jónsdóttir SI 155.Ljósmynd Hafór Hreiðarsson.

Þorleifur EA 88 úr Grímsey er þarna nýbúinn að taka rækjutrollið um borð á Húsavík eitt sumarkvöldið seint á níunda áratug síðustu aldar.

Þorleifur EA 88 hét upphaflega Jón Helgason ÁR 12 og var 50 brl. að stærð. Hann var smíðaður fyrir Fræg hf. í Þorlákshöfn í Skipavík í Stykkishólmi árið 1970.

Jón Helgason ÁR 12 var seldur til Vestmannaeyja árið 1972 þar sem hann fékk nafnið Gullfaxi VE 101. 1973 er hann kominn til Suðureyrar vi Súgandafjör, hann heldir nafninu en verður ÍS 190.

Árið 1975 var báturinn keyptur til Dalvíkur þar sem hann fékk nafnið Bliki EA 12. Og fyrir norðan átti báturinn eftir að vera gerður út í tæp tuttugu ár. Keyptur á Siglufjörð árið 1980 þar sem hann fékk nafnið Guðrún Jónsdóttir SI 155.

1988 fékk hann það nafn sem hann ber á myndinni, Þorleifur EA 88, og því nafni hélt hann til ársins 1994 þegar báturinn fór aftur suður. Seldur til Grindavíkur þar sem hann fékk nafnið Ólafur GK 33.

Árið 2000 hét hann orðið Reynir AK18 frá Akranesi og ári síðar var hann orðin GK 177 sem varð hans síðasta skráning. Heimahöfnin Sandgerði.

Frá haustinu 2002 stóð báturinn upp í slipp á Húsavík uns hann var brenndur á áramótabrennu 2007. Hann var tekinn af skipaskrá í mars 2008. Heimild aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hringur SH 153 á Vestfjarðarmiðum

2685. Hringur SH 153 ex Marina Polaris. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hringur SH 153 er á þessum myndum við veiðar á Vestfjarðarmiðum á dögunum en myndirnar tók Hólmgeir Austfjörð.

2685. Hringur SH 153 ex Marina Polaris. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hringur SH 153 var keyptur til landsins frá frá Fraserburgh í Skotlandi og kom hann til heimahafnar í Grundarfirði á Gamlársdag 2005.

Hringur SH 153, sem er í eigu Guðmundar Runólfssonar hf, var smíðaður í Skotlandi árið 1997. Hann er 29 metra langur og 9,5 metra breiður og mælist 272 brl./481 BT að stærð.

2685. Hringur SH 153 ex Marina Polaris. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution